Geisli.is

Geisli raftækjavinnustofa

 
Saga Geisla Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Geisli var stofnaður 10. október 1973 af Þórarni Sigurðssyni. Það gerðist í framhaldi af því þegar Viðlagasjóður hætti afskiptum sínum af rekstri hér í bænum haustið 1973 eftir að hreinsun bæjarins var að mestu lokið á ösku og þeim húsarústum sem eldgosið á Heimaey hafði skilið eftir sig. Fyrirtækið hóf rekstur í svokölluðu "Keleríi" en það er bakhús sem tilheyrði Vélsmiðjunni Magna, en þar hafði vélsmiðjan starfrækt málmsteypu og blikksmiðju. "Keleríið" er sunnan megin við Strandveginn, eða bak við þar sem nú er verslun Heiðmundar Sigurmundssonar. Plássið sem fyrirtækið hafði var c.a. 20 fermetrar af stærð. Í upphafi voru fyrstu starfsmennirnir 3 og komu þeir úr Reykjavík og voru þeir fyrrum starfsmenn Viðlagasjóðs, en fljótlega var fyrsti Vestmannaeyingurinn ráðinn var það Magnús Bergsson starfar hann enn hjá Geisla, fyrsti lærlingurinn var Sveinn Sveinsson. 

 

Keleríið

 


Starfsemi Geisla var strax í upphafi almenn rafvirkjastörf, þjónusta við bátaflotann viðgerðir á fiskileitar og siglingatækjum ásamt kæli og frysti kerfum og svo er en í dag, Starfsemin í "Keleríinu" vatt hratt uppá sig og fljótlega var það gjörsamlega sprungið, þannig að árið 1975 var ráðist í að byggja nýtt húsnæði við Flatir 29 og fluttist starfsemin þangað í nóvember 1976, og við það eflist fyrirtækið mjög, voru þegar mest var um 20 manns við störf hjá Geisla,bæði hér í bænum og á Reykjavíkursvæðinu, en á þessum árum var Geisli með talsverð umsvif þar. Í gegnum tíðina hefur starfsmannafjöldi Geisla verið 12-14 manns og þá aðallega hér í Eyjum. Á síðustu árum hefur starfsemin tekið talsverðum breytingum, þannig að húsnæðið við Flatir hefur verið stækkað mikið og þar er nú rekin raftækjaverslun, ásamt rafmagnsvinnunni.

 

Inni í keleríinu